Líkamsræktin Bjarg stóð á dögunum fyrir söfnun í matarkörfur sem afhentar voru Rauða Krossinum föstudaginn 16.desember.
Söfnunin eða hin svokallaða jólaáskorun fór þannig fram að markmiðið var að vinna fyrir 10 matarkörfum með því að framkvæma ákveðið magn æfinga í stöðinni yfir vikutímabil og merkja við á þartilgerð blöð jafnóðum. „Söfnunin gekk eins og í sögu og mjög skemmtileg stemning myndaðist hjá iðkendum stöðvarinnar sem voru mjög metnaðarfullir í að ná markmiðinu,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir ein af eigendum stöðvarinnar.
Það voru fyrirtækin MS, Norðlenska, Ekran og Vífilfell sem gáfu það sem fór í körfurnar og kunna eigendur Bjargs þeim bestu þakkir. Einnig fá iðkendur stöðvarinnar stórt hrós frá eigendum hennar fyrir þeirra öfluga framtak í áskoruninni. Á myndinni eru Guðrún Arngrímsdóttir og Anný Björg Pálmadóttir, tvær af eigendum Bjargs
UMMÆLI