Líf og fjör á góðgerðaviku í Menntaskólanum á Akureyri

Líf og fjör á góðgerðaviku í Menntaskólanum á Akureyri

Um þessar mundir er góðgerðavika skólafélagsins Huginn í Menntaskólanum á Akureyri í fullum gangi. Í gærkvöldi var haldið góðgerðakvöldí skólanum  sem var vel mætt á og í dag gátu nemendur kastað rjómatertu í stjórn skólafélagsins, gegn vægu gjaldi.

Skólafélagið hefur sett sér það markmið að safna 100 þúsund krónum fyrir geðdeildina á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Verður sá peningur verður sérstaklega eyrnamerktur fyrir ungt fólk. Strax á fyrsta degi söfnuðust rúmar 350 þúsund krónur.

Settur hefur verið fram ansi áhugaverður listi yfir áheiti sem nemendur munu fylgja eftir þegar ákveðinni upphæð hefur verið safnað. Þar lofar m.a. einn nemandi því að eyða heilum skóladegi í kassa ef 900 þúsund krónur safnast og Jón Már skólameistari mun mæta í hettupeysu og gallabuxum í vinnuna ef safnast 750 þúsund krónur. Listann yfir öll áheiti má sjá hér að neðan.

Til þess að styrkja málefnið þá er hægt að leggja inn á Kennitölu: 470997-2229 og Reikningsnúmer: 0162-05-261530.

 

Áheitalisti nemenda og starfsmanna við skólann í góðgerðavikunni

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó