NTC

Líðan öku­manns­ olíubílsins betri en á horfðist

Líðan öku­manns­ olíubílsins betri en á horfðist

Líðan mannsins sem valt olíubílnum á Öxnadalsheiði í gær er ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.

Maðurinn hlaut innvortis meiðsl, sex bortin rifbein og talsvert um skurði og mar á höfði og líkamanum öllum. Útlimir sluppu við brot.
Maðurinn liggur enn á gjörgæslunni á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Bílinn hefur verið fluttur til Reykjavíkur en hann er talinn ónýtur. Í tönkum bílsins voru 30.000 lítrar af skipagasolíu þegar hann valt og er gróflega áætlað að um 13.000 lítrar af olíunni hafi lekið í jarðveginn á staðnum.

Sambíó

UMMÆLI