Lið MA tryggir sæti í úrslitum MORFÍsLið MA eftir sigur í undanúrslitum. Frá vinstri: Benjamín, Heiðrún, Reynir og Krista. Ljósmynd: Menntaskólinn á Akureyri.

Lið MA tryggir sæti í úrslitum MORFÍs

Undanúrslít MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, fóru fram í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn. Þar mættu heimamenn liði Menntaskólans við Hamrahlíð og báru sigur úr býtum gegn gestunum.

Lið MA-inga samanstendur af Benjamín Þorra Bergssyni, Heiðrúnu Hafdal, Reyni Þór Jóhannssyni og Kristu Sól Guðjónsdóttur. Að þjálfun liðsins koma þau Ingvar Þóroddsson, Embla Kristín Blöndal, Þröstur Ingvarsson og Jóhannes Óli Sveinsson, sem eru öll fyrrum nemendur MA.

Með sigrinum síðasta þriðjudag hefur liðið tryggt sér sæti í úrslitum MORFÍs, sem fara munu fram í Háskólabíói föstudaginn 19. apríl næstkomandi. Þar munu MA-ingar takast á við lið Flensborgarskóla.

Frekari upplýsingar um viðureignina má finna á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri eða með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó