Lið MA komið í undanúrslit í Gettu betur

Lið MA komið í undanúrslit í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri er komið í undanúrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur eftir sigur á Menntaskólanum við Sund í 8-liða úrslitum keppninnar í gærkvöldi.

Menntaskólinn á Akureyri vann 38-21 í síðustu viðureign átta liða úrslitanna sem var í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Liðið skipa þau Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir.

Menntaskólinn á Akureyri mætir Fjölbrautaskólanum við Ármúla í fyrri undanúrslitaviðureigninni þann 6. mars næstkomandi. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð, sú viðureign fer fram 13. mars.

Nánar má lesa um viðureign MA og MS á vef Menntaskólans á Akureyri með því að smella hér.

Sambíó
Sambíó