Leysti af á Hlíð svo konur gætu mætt á samstöðufund

Logi leysti af á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á meðan starfskonur fóru á Ráðhústorg.

Logi leysti af á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á meðan starfskonur fóru á Ráðhústorg.

Logi Einarsson varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti í Norðaustur kjördæmi sýndi konum stuðning á Kvennafrídeginum í gær eins og margir aðrir. Hann fór þó aðeins óhefðbundnari leið en flestir. Í stað þess að mæta niður á  á Ráðhústorg á samstöðufund skellti Logi sér á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri  klukkan 14:38 og leysti af þar til kl 16 svo konurnar sem vinna þar gætu farið á Ráðhústorg.

,,Það var ánægjulegt en mér er það engu síður full ljóst hversu erfið störf eru unnin þar, mestmegnis af konum, fyrir of lág laun,“ segir Logi í færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni í gær.

Sjá einnig: Konur fylltu Ráðhústorgið

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó