Lést í Vaðlaheiðargöngum

Lést í Vaðlaheiðargöngum

Karlmaður á sjötugsaldri fannst látinn í Vaðlaheiðargöngum í gær. Maðurinn sem er málari var að vinna í tæknirými í göngunum þegar hann lést. Þetta kemur fram á Mbl.is

Bergur Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Mbl.is að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi orðið fyrir eitrun eða öðru vinnutengdu sem leiddi til andlátsins.

Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um að maður­inn, sem er ís­lensk­ur rík­is­borg­ari, hefði fund­ist í aust­asta hluta gang­anna um hálf­fjög­ur­leytið í gær. Göng­un­um var í fram­hald­inu lokað í aðra átt­ina í um tíu mín­út­ur til þess að viðbragðsaðilar hefðu aðgengi að svæðinu.

Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en bíða þarf krufningar til að staðfesta dánarorsök.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó