Veitingastaðurinn Lemon opnar á Ráðhústorgi í dag en þetta er annar staður Lemon sem opnar á Akureyri. Lemon er skyndibitastaður sem sérhæfir sig í samlokum og ferskum djúsum.
Lemon opnaði í Glerárgötu 19. maí árið 2017 og hefur verið gífurlega vinsæll á meðal Akureyringa. Staðurinn á Ráðhústorgi verður opinn í hádeginu á virkum dögum frá klukkan 11 til 14 og á laugardagsnóttum.