NTC

Lemon á Akureyri fær nýtt heimili

Lemon á Akureyri fær nýtt heimili

Lemon á Akreyri sem hefur verið einn vinsælasti skyndibitastaður á Akureyri síðan árið 2017 flytur í nýtt húsnæði við Tryggvabraut 22. Þar verður brátt hægt að nálgast matseðil Lemon og Kvikkí, á einum og sama stað.

Í síðustu viku voru tekin fyrstu skref í flutningum staðarins og er hluti af matseðli Lemon nú í boði á Kvikkí. Í næstu viku er svo stefnt á að flytja starfsemina að fullu og verður Lemon á Glerárgötu lokað í kjölfarið.

Breytingar framundan

Á vormánuðum eru áform um að breyta rýminu í Tryggvabraut 22. Þá veður salurinn stækkaður og sætum fjölgað. Þá verður öflugt pöntunarkerfi og heimsendingarþjónusta til fyrirtækja í hádeginu tekin í gagnið. Lemon verður áfram með sinn sígilda matseðil í takt við aðra Lemon staði á landinu en Kvikkí mun kynna nýjan matseðil fljótlega.

Mikil eftirspurn eftir hollum og fljótlegum mat

Jóhann Stefánsson framkvæmdastjóri Akfest ehf. sem rekur Lemon og Kvikkí segir spennandi tíma framundan hjá fyrirtækinu. „Við höfum fundið fyrir því að fólk er í auknum mæli að sækja staðina okkar í hádeginu. Okkur hlakkar til að geta boðið upp á fjölbreytta kosti fyrir hádegismat, allt undir sama þaki. Við ætlum að leggja áherslu á að veita fljóta og góða þjónustu við viðskiptavini bæði til að borða á staðnum og til þess að taka með. Eftir flutninga verður opnunartími staðanna lengdur og verður opið virka daga 09:00-20:00 og um helgar frá 10:00-20:00,” segir Jóhann.

Sambíó

UMMÆLI