„Lélegasta bæjarstjórn frá landnámi“

„Lélegasta bæjarstjórn frá landnámi“

Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er einn þeirra sem hefur furðað sig á ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að úthluta SS Byggi umdeildar lóðir við Tónatröð án auglýsingar. Sigurður segir bæjarstjórn Akureyrar vera lélegustu bæjarstjórn frá landnámi.

Sjá einnig: Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti að úthluta SS Byggir lóðum við Tónatröð án auglýsingar

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í gær að úthluta SS Byggir umdeildar lóðir við Tónatröð án auglýsingar. Bæjarstjórnin klofnaði í málinu en sex greiddu atkvæði með tillögu skipulagsráðs og fimm á móti.

„Af hverju er það svo að Bæjarstjórn Akureyrar er eina fjárans ferðina enn klofin í herðar niður vegna skipulagsmála. Þessi handónýti 100% meirihluti er eitthvað grín. Enn og aftur er gengið gegn vilja íbúa. Skipulagsnefnd er orðið viljalaust verkfæri verktaka í bænum sem gera það sem þeir vilja. Enn og aftur. Beinlausir bæjarfulltrúar eru búnir að gleyma hvað það er að standa í lappirnar. Skipulagsmál eru í höndum bæjarfulltrúa ekki verktaka. Mikið ferlega er þetta þreytt fyrirbæri.Vona heitt og innilega að það komi 11 nýjir bæjarfulltrúar inn í næstu kosningum og vindi ofan af þessari þvælu,“ skrifar Sigurður á Facebook síðu sinni.

Sjá einnig: Er það hlutverk verktaka að móta ásýnd bæjarins?

Sambíó

UMMÆLI