Leitin að Grundargralinu – fyrstu þættir

Leitin að Grundargralinu – fyrstu þættir

Grenndargralið rekur sögu Gunnlaugs Briem, Valgerðar konu hans, afkomenda og samferðamanna í hlaðvarpsþáttunum Leitin að Grundargralinu. Ætlunin er að komast nær sannleikanum um gralið á Grund. Silfurgralið er sagt hafa verið í fórum manns sem kom til Íslands í upphafi 19. aldar og segir sagan að huldumaðurinn hafi fært sýslumanninum gralið að gjöf. Munnmælasagan hefur gengið meðal Eyfirðinga í 200 ár án þess að nokkuð hafi komið fram sem varpar ljósi á málið.

Fyrstu þrír þættirnir eru nú aðgengilegir á streymissíðu Grenndargralsins. Í þeim eru Gunnlaugur og Valgerður kynnt til leiks. Þá er rýnt í frásagnir af útlendingum sem dvöldust á Akureyri og nágrenni á fyrri hluta aldarinnar. Geyma þær vísbendingar um Grundargralið?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó