Leitað að Kokki ársins 2017

Það er komið að því að keppast um titilinn Kokkur ársins 2017. Þetta auglýsir kokkalandsliðið á facebook síðu sinni, en það eru öllum faglærðum matreiðslumönnum landsins frjálst að taka þátt. Það sem þeir þurfa að gera er að senda mynd af réttinum sínum ásamt uppskrift og síðan er valið úr umsóknum og síðan keppt í framhaldinu.
Uppskriftin sem á að senda inn þarf að innihalda þorsk og þorskkinnar sem aðalhráefni, kartöflur sem sterkju og íslenskt blómkál sem aðalmeðlæti. Skilafrestur er til 4. september næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó