NTC

Leita eftir aðstoð þeirra sem eru aflögufærir – Yfir 100 beiðnir eftir matargjöfum

Leita eftir aðstoð þeirra sem eru aflögufærir – Yfir 100 beiðnir eftir matargjöfum

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur sem hjálpar fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna. Stjórnendur síðunnar auglýsa eftir aðstoð þar sem ótrúlega margar fyrirspurnir um matargjafir hafa borist þeim undanfarnar vikur.

Beiðnum um matargjafir fjölgað gríðarlega síðustu vikur

Að meðaltali eru þeim að berast í kringum fjórar beiðnir á dag frá fjölskyldum og einstaklingum sem hafa lítið milli handanna. Yfir 100 beiðnir bárust í mars og ekki virðist beiðnum vera að fækka í því ástandi sem nú ríkir. ,,Mars mánuður er búinn að vera mjög erfiður hjá fólki og sér ekki fyrir endann á því. Við höfum verið að láta fólk hafa um 10 þúsund króna bónuskort ásamt þeim mat sem hefur verið að koma inn. Það sér það hver sem er að þessi peningur dugar alls ekki fyrir fólk,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum.

Yfirleitt sama fólkið sem gefur

Meðlimir hópsins eru í kringum 2000 manns en stjórnendur segja yfirleitt sama fólkið vera að gefa mat. Þær hvetja alla þá sem eru í hópnum og þá sem vilja slást með í hópinn að leggja þeim lið og hjálpa þeim sem ekkert eiga. Fyrirtæki á svæðinu hafa stundum lagt sitt að mörkum og gefið matvæli en t.a.m. gaf Salatsjoppan matvæli í gær.

Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti framlögum og dreifa til þeirra sem eiga lítið. Þessi síða hefur hjálpað ótrúlega mörgum í gegnum árin og unnið ómetanlegt starf fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.

Fólk getur ýmist lagt málefninu lið með því að gefa mat, gjafabréf í matvöruverslanir eða lagt inn á matargjafareikninginn.
Reiknisnúmerið á matargjafareikningum er:
1187 -05-250899 og kennitala 6701170300

Vilt þú leggja málefninu lið? Þú getur skráð þig í facebook-hópinn hér. 

Sambíó

UMMÆLI