Leita að leikurum fyrir nýja íslenska stuttmynd

Leita að leikurum fyrir nýja íslenska stuttmynd

Þann 9.júní verða haldnar áheyrnarprufur á Akureyri fyrir nýja íslenska stuttmynd sem tekin verður upp í Eyjafirði í júlí. Stuttmyndin ber heitið; Betur sjá augu, en þetta er önnur mynd Sesselíu Ólafsdóttur; Vandræðaskálds, leikkonu og leikstjóra. Fyrri stuttmynd Sesselíu, Umskipti, er um þessar mundir í sýningum um allan heim á hátíðum og vann t.a.m. til verðlauna á hátíðinni Frostbiter fyrir bestu íslensku hrollvekjuna.

Betur sjá augu er þjóðsaga framtíðar um andlitslausa einstaklinga og hvernig þeir reyna að mynda tengsl þegar þeir fá augu, eyru og önnur skynfæri. Persónurnar lifa og hrærast í hinni fallegu íslensku náttúru en myndin tekst á við sammannlegar tilfinningar og menningu, hvernig það er að vera hluti af litlu samfélagi og hætturnar og gleðina sem því fylgir. Myndin er framleidd af Nykur Media og Callow Youth Productions Ltd. og er samvinnuverkefni milli þriggja landa: Íslands, Finnlands og Englands.

Áheyrnaprufurnar 9. júní

Leitað er eftir að ráða leikara í hin ýmsu hlutverk:
Eldri konu og manni, helst 60+
Maður eða kona í kringum þrítugt, mega vera eldri ef hentar
Kona og maður í kringum 18 ára, mega vera eldri ef hentar
Stelpu og strák í kringum 8-12 ára
Barn í kringum 5 ára
Náttúrulegt útlit; ólitað hár (ef litað þá í náttúrulegum lit), skegg í lagi


Til að skrá sig í áheyrnaprufur sendir þú e-mail á: veronikarut@gmail.com
Með póstinum þarf að fylgja nýleg mynd, nafn, aldur, hæð og upplýsingar um leiklistarbakgrunn.

Umsóknir þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 6.júní.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó