Leita að börnum á Norðurlandi á aldrinum 2-6 ára til að leika í mynd með Noomi Rapace og Hilmi SnæKvikmyndin verður tekin upp í Hörgárdal í sumar. Mynd: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.

Leita að börnum á Norðurlandi á aldrinum 2-6 ára til að leika í mynd með Noomi Rapace og Hilmi Snæ

Ný íslensk mynd í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar verður tekin upp á Norðurlandi í vor og sumar. Myndin, sem ber heitið Dýrð, fjallar um hjónin og sauðfjárbændurnar Maríu og Ingvar sem búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamingju um stund, sem síðar verður að harmleik.

Hilmir Snær Guðnason, einn ástsælasti leikari íslensku þjóðarinnar, fer með eitt aðalhlutverk myndarinnar. Noomi Rapace, sem er þekktust fyrir leik í sinn í þríleiknum Karlar sem hata konur, fer einnig með aðalhlutverk í myndinni.

Nú leita forsprakkar myndarinnar að ungum börnum, á aldrinum 2-6 ára, til að taka þátt í myndinni. Börnin þurfa að geta mætt á valda tökudaga í vor og sumar á tökutímabilum sem að sjálfsögðu verður greitt fyrir.
Hér að neðan má sjá auglýsinguna í heild sinni:

Kæru foreldrar og forráðamenn á Akureyri og nágrenni.

Nú er í undirbúningi ný íslensk kvikmynd sem fer í tökur í Hörgárdal í lok maí í hálfan mánuð og svo aftur í ágúst og september.Við erum að leita að börnum sem geta aðstoðað okkur við að útfæra þessa litlu veru.

Við erum að leita að smávöxnum börnum á aldrinum 2-6 ára sem líta út fyrir að vera yngri en þau eru í raun. Bæði stelpur og strákar koma til greina.  Börnin þyrftu þá að geta verið með okkur valda tökudaga á tökutímabilunum og þetta er auðvitað launað. 

Með aðalhlutverk í myndinni fara Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason.

Áhugasamir foreldrar mega senda ljósmynd eða stutt vídeó af barninu og helstu upplýsingar, s.s nafn, aldur og hæð og símanúmer foreldra, á netfangið gagga@7g.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó