Leikur KA/Þór og Stjörnunnar verður spilaður aftur

Leikur KA/Þór og Stjörnunnar verður spilaður aftur

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur nú ógilt úrslit úr leik KA/Þór og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta. Niðurstaðan er að endurtaka þarf leikinn. Þetta kemur fram á vef Vísis í dag.

Liðin mættust 13. febrúar síðastliðinn og vann KA/Þór 27-26 sigur. Eftir leik kom hinsvegar í ljós að mistök hefðu orðið á ritaraborði og aukamarki hafði verið bætt á KA/Þór.

Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og krafðist þess að úrslitunum yrði breytt í 26-26 eða til vara að leikurinn yrði endurtekinn. Dómstóll HSÍ staðfesti sigurinn þrátt fyrir allt saman en nú hefur áfrýjunardómstóll snúið þeim dómi við.

KA/Þór missir því toppsæti deildarinnar til Fram en geta náð því aftur með sigri í endurtekna leiknum gegn Stjörnunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó