Leikskólinn Iðavöllur hlaut styrk úr samfélagssjóði EFLU

Fulltrúar Iðavallar og fulltrúi EFLU við afhendingu styrksins. F.v. Kristlaug Þórhildur Svavarsdóttir (leikskólastjóri), Iris Rún Andersen (sérkennslustjóri) og Hjalti Már Bjarnason (EFLU).

Samfélagssjóður EFLU veitti sína elleftu úthlutun á dögunum. Að þessu sinni bárust 77 umsóknir í alla flokka og hlutu 8 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar. Eitt verkefni á Norðurlandi fékk styrk en það var leikskólinn Iðavöllur á Akureyri fyrir verkefnið Það er leikur að læra.

Markmiðið með verkefninu er að efla íslenskukunnáttu barna og foreldra af erlendum uppruna, styrkja samstarf milli skóla og heimilis, auka þátttöku foreldra í skólastarfi og auðvelda fjölskyldum af erlendum uppruna að mynda tengsl í íslenskt samfélag.

Styrkurinn verður nýttur til að útbúa tösku sem börn af erlendum uppruna geta skipst á að taka með sér heim. Markmiðið með verkefninu er að efla orðaforða sem þau læra hverju sinni í leikskólanum. Í töskunni verður að finna spjaldtölvu með orðaforðaverkefnum, spil, bækur og hugmyndir að leikjum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó