Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að 5 ára leikskóladeild verði starfrækt í húsnæði Glerárskóla næsta skólaár. Deildin verður undir stjórn leikskólans Tröllaborga.
Öllum foreldrum barna sem fædd eru 2012 og eiga lögheimili í skólahverfi Glerárskóla var sent bréf þar sem þeim var boðið á kynningu þessarar deildar. Fundurinn var haldinn síðasta þriðjudag og eru nú þegar farnar að berast umsóknir um leikskólapláss á deildinni.
Rétt er að taka fram að hér er um að ræða nýjan valkost fyrir foreldra 5 ára barna í Glerárskólahverfi. Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að skrá börn sín í þessa nýju deild þurfa að sækja um það sérstaklega.
Einnig voru skoðaðar hugmyndir um að opna sambærilega deild í Síðuskóla en af því verður ekki að sinni.
Vonast er til að með þessum hætti verði hægt að mæta aukinni þörf fyrir leikskólapláss haustið 2017.
UMMÆLI