Leikfélag MA setur upp söngleikinn Galdrakarlinn í Oz

Leikfélag MA setur upp söngleikinn Galdrakarlinn í Oz

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, LMA, mun setja upp söngleikinn Galdrakarlinn í Oz í leikstjórn Egils Andrasonar í vetur. Þetta kemur fram á vef skólans.

„Mikil fagnaðarlæti brutust út í Kvosinni í löngu frímínútum í dag þegar þetta var tilkynnt og ljóst að ævintýrið um Dórótheu og félaga er sívinsælt og löngu orðið klassískt,“ segir í tilkynningu MA.

Opið er fyrir umsóknir í prufur hjá LMA sem verða nú í september. Þann 13. verða dansprufur, teymisprufur 17.-19. og að lokum leikprufur 19.-22. Æfingar hefjast svo að fullu. Verkið verður frumsýnt í Hofi þann 14. mars og til mikils að vænta, enda sló söngleikurinn Gosi rækilega í gegn síðasta vor.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó