NTC

Leikfélag Akureyrar setur upp Chicago

Leikfélag Akureyrar setur upp Chicago

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Chicago í janúar 2023 í Samkomuhúsinu.Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vinsæli og margverðlaunaði söngleikur er sýndur á Akureyri í atvinnuleikhúsi en Chicago hefur aðeins einu sinni áður verið fluttur á Íslandi en það var árið 2005 í Borgarleikhúsinu. 

Leikstjóri er Marta Nordal. Tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Danshöfundur er Lee Proud en um leikmynd sér Eva Signý Bender, Björg Marta Gunnarsdóttir sér um búninga, Ólafur Ágúst Stefánsson hannar ljós og hljóðmaður er Sigurvald Ívar Helgason. Þýðing verksins er eftir Gísla Rúnar Jónsson.

Söngleikurinn Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til fjölda verðlauna. Chicago var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi. Hafa ófáar kvikmyndastjörnur tekið að sér aðalhlutverkin m.a. Pamela Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith. Samnefnd kvikmynd frá árinu 2002 með Catherina Zeta Jones, Rene Zellweger og Richard Gere í aðalhlutverkum sló einnig í gegn og vann til fjölda óskarsverðlauna m.a sem besta kvikmyndin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó