Leikfélag Akureyrar býður upp á dansvinnusmiðju fyrir stelpur

Mynd: Art Bicnick

Leikfélag Akureyrar býður til  dansvinnusmiðju fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára í október. Smiðjan sem er án endurgjalds fer fram dagana 6., 7., og 8. október næstkomandi í Hofi og Samkomuhúsinu.

Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, verður leiðbeinandi á námskeiðinu.

Vinnusmiðjan er án endurgjalds og er hluti af Borgarasviði LA 2017-2018.  Leikfélag Akureyrar vill  með Borgarasviðinu gefa borgurum Akureyrar tækifæri til að upplifa leikhúsið sem rými þar sem fólk hittist, hefur samskipti og tengist skapandi,þvert á aldur, kyn og félagslegan bakgrunn. Skráning á námskeiðið er á mak.is en námskeiðið takmarkast við 20 stúlkur.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó