Leikfélag Akureyrar býður konum í leikhús

Leikfélag Akureyrar býður konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu þann 24. október.  Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis.

Kvenfólk er 323. sviðsetning Leikfélags Akureyrar og hefur fengið frábæra dóma og mikið lof áheyrenda en þetta er nýtt íslenskt sviðsverk eftir Hund í óskilum. Dúettinn Hund í óskilum skipa þeir  Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen, en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins.

Þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta fulltingis  kvennahljómsveitar í sýningunni. Í Kvenfólk fara þeir Hjörleifur og Eiríkur  á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi frá því hún var frumsýnd þann 29.september.

Í tilefni af Kvennafrídeginum hafa Leikfélagið og Hundur í óskilum ákveðið að bjóða öllum konum á þessa sýningu án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó