NTC

Leikfélag Akureyrar býður bæjarbúum til samlestur á nýju Íslensku leikriti í dag

Leikarar eru þau Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir.

Leikarar eru þau Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir.

Í dag, miðvikudaginn 4. Janúar kl 10:30 ætlar Leikfélag Akureyrar að bjóða bæjarbúum til samlesturs á nýju Íslensku leikriti Núnó og Júnía. Viðburðurinn á sér stað á sviðinu Hamraborg í Hofi og allir eru velkomnir.

Leikfélagið er 100 ára á þessu ári og þetta er fyrsti viðburður leikfélagsins sem og fyrsta leikverk sem sett er upp á afmælisári Leikfélagsins. Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá að upplifa nýja hlið á leikhúsinu og að fylgjast með nýju sviðsverki vakna til lífs.

Núnó og Júnía er fjölskyldu leikrit eftir sama handritshöfund og sama listræna teyma og gerðu Píla pína.  Þeir sem sáu Pílu pínu ættu ekki að láta Núnó og Júníu fram hjá sér fara.

Í Núnó og Júníu er boðið gestum inn í ævintýra heims sem aldrei hefur sést fyrr.  Leikritið er hlaðið leikhústöfrum, sjónhverfingum og sjónarspil sem kitlar forvitni áhorfenda. Leikarar eru þau Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó