Leggja til að neyðarbrautin verði opnuð

Sjúkraflug

Sjúkraflug

Eftir helgi ætla Framsókn og flugvallarvinir að leggja fram formlega tillögu um að hefja viðræður við Reykjavíkurborg og innanríkisráðuneytið um að neyðarbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný.

Á milli jóla og nýárs þurfti sjúkraflugvél frá Mýflugi að fljúga með veikan sjúkling frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar í stað Reykjavíkur. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum sínum.

Tillagan verður lögð fram næstkomandi þriðjudag, þann 10. janúar á borgarstjórnarfundi. Þar verður lagt til að viðræður hefjist milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að flugbrautin verði opnuð á ný og hafð opin fram á vor að minnsta kosti.

Næstkomandi þriðjudag, þann 10. janúar, verður lögð fram tillaga á borgarstjórnarfundi um að viðræður hefjist milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að flugbrautin verði opnuð á ný og hafð opin a.m.k. fram á vor.

Samkvæmt alltumflug.is segja Framsókn og flugvallarvinir að alvarlegt mál sé að hafa brautina lokaða á meðan engin önnur úrræði eru í boði þegar kemur að því að fljúga með veika sjúklinga til Reykjavíkur við viss veðurskilyrði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó