Lausir hestar hlupu um Naustahverfi

Myndina tók Haukur Snær Baldrusson, einn þeirra sem mætti hestunum í gær.

Í gær urðu nokkrir íbúar Naustahverfis varir við það að þrír hestar höfðu komið sér inn í garðinn hjá þeim. Þá flökkuðu þeir á milli garða og hlupu um götur hverfisins áður en að þeir fikruðu sig sunnan megin við hverfið og hestamenn skárust í leikinn.

Í samtali við Kaffið segir lögreglan að þeim hafi borist nokkrar tilkynningar og þá haft samstundist samband við dýraeftirlitsmann Akureyrar.
Hestarnir eru nú að öllum líkindum komnir heim og íbúar naustahverfis þurfa ekki að hafa áhyggjur af frekari gestagangi í görðum sínum.

Mynd: Haukur Snær Baldursson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó