Launatekjur á Norðurlandi eystra eru lægri en á höfuðborgarsvæðinu

Atvinnulíf á Akureyri hefur ávallt verið öflugt og undanfarin þrjú ár hefur atvinnuástand verið mjög gott. Samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var af Íslandsbanka er atvinnuástand í dag með svipuðu móti og var áður en alþjóðlega efnahagskreppan skall á.

Atvinnuleysi í nóvember sl. var 2,4% á Akureyri en að jafnaði var sama hlutfall vinnuafls án atvinnu á Akureyri á árinu 2017. Í skýrslunni segir enn fremur að 16.628 manns hafi að jafnaði verið starfandi á Norðurlandi eystra ár árinu 2017, til og með nóvember, og aldrei hafi jafn margar vinnandi hendur verið á svæðinu.

Þar af voru 10.201 að jafnaði starfandi á Akureyri. Störfum á Norðausturlandi hefur fjölgað um 2.293 frá árinu 2009. Á Akureyri hefur störfum fjölgað um 1.679 á sama tímabili.

Að jafnaði voru launatekjur á Norðurlandi eystra á árinu 2016 tæplega 3,8 milljónir króna. Það eru hærri launatekjur á mann en á Norðurlandi vestra og Suðurlandi en sambærilegar við Suðurnes og töluvert lægri en launatekjur á Austurlandi og Höfuðborgarsvæðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó