NTC

Lárus Orri og Kristján Örn nýir þjálfarar Þórs

 

Lárus Orri og Kristján Örn Sigurðssynir taka við Þór

Kristján Örn t.v. og Lárus Orri Sigurðssynir t.h. ásamt Aðalsteini Pálssyni, formanni knattspyrnudeildar Þórs

Bræðurnir Lárus Orri Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson munu stýra liði Þórs í Inkasso deildinni á næstu leiktíð en frá þessu var gengið í Hamri, félagsheimili Þórs, nú rétt í þessu.

Þórsarar ættu að þekkja þessa bræður vel líkt og reyndar allir knattspyrnuáhugamenn landsins því báðir áttu þeir langan landsliðsferil.

Lárus Orri er öllum hnútum kunnugur hjá Þór eftir að hann þjálfaði liðið frá árinu 2006-2010. Kristján Örn er nú að snúa aftur heim til Akureyrar eftir langa dvöl í Noregi þar sem hann lék sem atvinnumaður, nú síðast með Hönefoss árið 2015.

Kristján er 35 ára gamall og hyggst leika með Þórsliðinu fyrsta árið meðfram því að þjálfa liðið ásamt bróður sínum.

Hann ólst upp í yngri flokkum Þórs en hefur ekki leikið fyrir meistaraflokk félagsins áður. Hann lék með Völsungi, KA og KR hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó