Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var í kvöld útnefndur þjálfari ársins 2016 í Svíþjóð á árlegu uppgjörshófi.
Lars hafði betur gegn Håkan Carlsson sem þjálfar þríþraut, golfþjálfaranum Torstein Hansson og Piu Sundhage sem þjálfar sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem einnig voru tilnefnd. Eftir að hann tók við verðlaunuðum svaraði salurinn með því að taka Víkingaklappið fræga.
Lagerback stýrði íslenska landsliðinu ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2011 en lét af störfum eftir Evrópumótið í sumar.
UMMÆLI