Langar að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki á ÍslandiSkjáskot: RÚV

Langar að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki á Íslandi

Rahim Rostami, eigandi Kurdo Kebab, segir að hann hafi haft einhversskonar rekstur í huga um leið og hann kom til Íslands sem flóttamaður. Stuttu eftir að Rahim fékk íslenska kennitölu opnaði hann Kurdo Kebab á Akureyri. Rahim var gestur í landanum á RÚV í gærkvöldi og ræddi lífið á Akureyri, Kurdo Kebab og ótrúega ævi sína.

Rahim segir að hann hafi komið sérstaklega til Akureyrar vegna þess að honum líkaði vel við bæinn. Hann segir Akureyri vera góðan og hljóðlátan stað.

Kurdo Kebab opnaði á Akureyri haustið 2019 en hefur síðan þá opnað einnig á Ísafirði og Selfossi. Rahim segir að hann vilji gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki á Íslandi.

Viðtalið við Rahim úr Landanum má finna á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó