Landsliðstreyja Arons Einars á eitt þúsund krónur

Landsliðstreyja Arons Einars á eitt þúsund krónur

CharityShirts.is býður upp landsliðstreyju Akureyringsins Arons Einars Gunnarssonar til styrktar góðum málefnum.

Einstaklingum gefst kostur á að kaupa lottómiða á þúsund krónur og eiga þannig séns á að vinna treyjuna.

Allur ágóði sölunnar skiptist jafnt á milli Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar og Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi.

Dregið verður út þann 23. september næstkomandi.

Sambíó
Sambíó