Knattspyrnulið Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Þetta kemur fram á vef félagsins.
Dominique Randle er fædd 1994 og spilar fyrir landslið Filippseyja líkt og Tahnai Annis, sem einnig hefur samið við Þór/KA.
„Dominique er reynslumikill varnarmaður sem kemur til með að styrkja okkur mikið. Það hefur áður komið fram að við erum að leita eftir reynslu og aldri við styrkingu á liðinu fyrir tímabilið. Dominique færir okkur þessa þætti sem og gæði til að verjast og halda í boltann. Hún og Tahnai þekkjast vel úr landsliði Filippseyja og eiga sinn þátt í því að liðið er að fara í fyrsta sinn í lokakeppni HM,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA á vef félagsins.
UMMÆLI