Framsókn

Landsfundur VG á Akureyri

Landsfundur VG á Akureyri

Landsfundur VG fer fram á Akureyri um næstu helgi 17. til 19. mars. Opnunarhátið fundarins fer fram á föstudaginn frá klukkan 17 til 18:30 og hægt verður að horfa á streymi hér.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun halda ræðu sem hefst klukkan 17:30. Eftir ræðu Katrínar, flytja stjórnmálamenn frá Grænlandi og Færeyjum ávörp. Um kvöldið verða almennar stjórnmálaumræður.

„Lofum geggjuðu fjöri. – gríðarlegum átökum – og óvæntum uppákomum og niðurstöðum. Barist um nokkur sæti í stjórn, rifist um allt milli himins og jarðar og fundið upp hjólið í mörgum málum,“ segir í tilkynningu.

Á laugardeginum klukkan 13:30 til 14:30 verður pallborð með erlendum gestum um erindi félagshyggjunnar á ófriðartímum. Þar verða auk erlendu gestanna bæði Katrín og Bjarni jónsson, nýkomin frá Úkraínu. Streymi á pallborðið má nálgast hér.

Aðrir gestir munu flytja erindi um verkalýðsmál, náttúruvernd, hrun vistkerfa, innflytjendamál, mismunun og valdbeitingu.

Einnig verður kosið til stjórnar og flokksráðs á fundinum sem fer fram í Hofi á Akureyri. Dagskrá helgarinnar í heild má sjá hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó