Landsbyggðin komin inn í Strætó Appið

Nú gefst farþegum Strætó kostur á að kaupa ferðir á landsbyggðinni í gegnum Strætóappið. Hægt er að sækja appið fyrir iPhone snjallsíma í App Store og fyrir Android snjallsíma í Google Play Store.

Hingað til hafa fargjöld í Strætóappinu einungis verið gild innan höfuðborgarsvæðisins. Þessi breyting hefur í för með sér aukna þjónustu fyrir almenningssamgöngur á landsbyggðinni og mun hún einfalda farþegum útreikning og greiðslur fargjalda.

Hægt verður að kaupa ferðir milli allra áfangastaða Strætó á landsbyggðinni, fyrir utan þær leiðir sem eru í pöntunarþjónustu eins og leið 84 á Skagaströnd eða leið 85 sem gengur á um Hóla og á Hofsós.

Við vekjum einnig athygli á því að í appinu er einungis eitt almennt fargjald sem gildir fyrir alla aldurshópa. Ef farþegar vilja nýta sér afsláttarfargjöld þá er enn hægt að greiða fyrir farið með farmiðum, pening eða greiðslukorti.

Hér má finna leiðbeiningar fyrir appið á landsbyggðinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó