Landsbankinn vill selja húsnæðið við Ráðhústorg

Landsbankinn vill selja húsnæðið við Ráðhústorg

Lands­bank­inn vill selja stór­hýsi sitt við Ráðhús­torg á Ak­ur­eyri og koma sér fyr­ir í minna rými. Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir banka­stjóri seg­ir starf­sem­ina þurfa minna hús­rými nú en áður þrátt fyrir að rekst­ur bank­ans úti á landi hafi verið efld­ur mikið á síðustu árum. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir að ráðstöf­un þessi sé í takt við ýms­ar aðrar ráðstaf­an­ir í hús­næðismál­um bank­ans á und­an­förn­um árum, þar sem stór­hýsi sem byggð voru fyr­ir Lands­bank­ann fyrr á tíð hafa verið seld. Banka­hús­in á Ísaf­irði og Sel­fossi hafa verið seld en þau eru í klass­ísk­um stíl rétt eins og bygg­ing­in á Ak­ur­eyri. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó