Ladies Circle 7 hélt á dögunum góðgerðarviðburðinn List, lyst og list þar sem safnað var fyrir verkefni Eyjafjarðardeildar Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.
Viðburðurinn fól meðal annars í sér þögult uppboð, tónlist, andlitsmálun, listasmiðju og veitingar. Axelsbakarí og Bakaríið við brúna studdu við verkefnið með því að gefa veitingar á hlaðborð.
Viðburðurinn heppnaðist með eindæmum vel, nær öll uppboðsverk seldust auk þess sem tekið var á móti frjálsum framlögum. Alls söfnuðust 300.000 krónur sem stjórn LC7 afhenti Ingibjörgu Halldórsdóttur, deildarstjóra Eyjafjarðardeildar Rauða krossins.
Ladies Circle eru alþjóðleg góðgerðarsamtök kvenna á aldrinum 18-45 ára þar sem vináttan er í forgrunni. Á Íslandi eru starfræktir 17 LC klúbbar en nánari upplýsingar um starfsemi þeirra má finna á https://ladiescircle.is/
UMMÆLI