Fulltrúar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri.
„Við tekur áframhaldandi vinna við málefnasamning sem stefnt er á að kynna 1. júni næstkomandi,“ segir í tilkynningu frá oddvitum flokkanna.