Kyrr­stæður hús­bíll fauk á hliðina

Kyrr­stæður hús­bíll fauk á hliðina

Kyrr­stæður hús­bíll fauk á hliðina í miðbæ Ak­ur­eyr­ar um klukk­an 4 í gær. Lögregla segir málið hið furðulegasta þar sem ekki hafi verið mikill vindur í bænum.

Slökkvilið var kallað á staðinn til að rétta af bíl­inn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri. Nokkrar skemmdir urðu á húsbílnum sem var lagt við gangstétt og fauk um koll í sterkri vindhviðu.

Sambíó
Sambíó