Kyrrstæður húsbíll fauk á hliðina í miðbæ Akureyrar um klukkan 4 í gær. Lögregla segir málið hið furðulegasta þar sem ekki hafi verið mikill vindur í bænum.
Slökkvilið var kallað á staðinn til að rétta af bílinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Nokkrar skemmdir urðu á húsbílnum sem var lagt við gangstétt og fauk um koll í sterkri vindhviðu.
UMMÆLI