Gunnar Rafn Jónsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Verkvals ehf af föður sínum Jóni Björnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi eða í rúma þrjá áratugi.
Gunnar segist spenntur yfir nýju starfi en hann hefur starfað undanfarin ár hjá Verkval.
„Ég hlakka til að leiða fyrirtækið og okkar frábæra starfsfólk í átt að enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar með virðingu fyrir umhverfinu og snyrtimennsku að leiðarljósi.“
Verkval þjónustar landsbyggðina og eru aðsetur fyrirtækisins á Akureyri.