NTC

Kynning á léttlestrarbókum fyrir fólk af erlendum uppruna

Kynning á léttlestrarbókum fyrir fólk af erlendum uppruna

Á morgun, föstudaginn 19. apríl, verður rithöfundurinn Kristín Guðmundsdóttir með bókakynningu á Amtsbókasafninu klukkan 15:30. Kristín gaf nýverið út bókina Tólf lyklar og segir á Facebook viðburði fyrir kynninguna að bókin sé fyrir fólk af erlendum uppruna, sem búið sé með grunninn í íslensku. Hún henti þó líka sem léttlestrarbók fyrir alla aðra.

Þetta er fimmta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru:

Nýjar slóðir árið 2020,

Óvænt ferðalag árið 2021

Leiðin að nýjum heimi árið 2022

Birtir af degi árið 2023

Tólf lyklar árið 2024

Kristín segist hafa farið að gefa þessar bækur út af eigin frumkvæði eftir að vinkona hennar, sem flutti landsins árið 1995, sagði henni að skortur væri á góðu lestrarefni fyrir fólk af erlendum uppruna: „Þessi hópur var svolítið utangarðs og sumir hverjir hafa átt erfitt með að læra íslenskuna alveg. Þótt það er búið með allan grunn í íslensku.“

Frekari upplýsingar um bækur Kristínar er að finna á Facebook síðu bókanna með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI