Kynningarkvöld KA í handboltanum á miðvikudag

KA menn hefja leik í Grill66 deild karla í handbolta á föstudag. Þá mun KA tefla fram liði í handbolta í fyrsta skipti í 11 ár og má búast við mikilli stemningu í KA heimilinu. Stelpurnar í KA/Þór hefja leik rúmri viku síðar, á laugardegi í Grill66 deild kvenna. Báðum liðum er spáð mikilli velgengni í vetur en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn annarra liða í deildunum spáðu KA 1. sætinu og KA/Þór 2. sætinu í vetur.

Á miðvikudagskvöldið verða liðin kynnt almenningi í KA-heimilinu kl. 20:00. Um er að ræða hefðbundna leikmannakynningu þar sem að þjálfarar liðanna, þeir Jónatan Magnússon og Stefán Árnason munu kynna liðin, frumsýna búninga og ræða um komandi vetur. Þá verða einnig til sölu og afhendingar ársmiðar á leiki liðanna í vetur.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó