Kynningarfundur vegna skipulagsmála á OddeyriMynd: Zeppelin arkitektar.

Kynningarfundur vegna skipulagsmála á Oddeyri

Gríðarlega hávær umræða hefur verið undanfarið um nýja skipulagslýsingu á Oddeyrinni. Þá stendur til að breyta mögulega gildandi aðalskipulagi Akureyrarbæjar til að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlsihús á reit á Oddeyrinni. Bæjarbúar hafa tekið hugmyndinni mjög misjafnlega og mikið hefur verið rifist um hönnun og staðsetningu í netheimum.

Í tillögunum er gert ráð fyrir fjórum misháum húsum, þar sem atvinnustarfsemi yrði á neðstu hæðunum og garðsvæði milli húsanna. Tekið skal fram að um tillögur eru að ræða en ekki endanlegar útfærslur eða útlit.

Kynningarfundur verður haldinn í Hofi mánudaginn 21. október kl 17:00 þar sem þessi skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Oddeyrina verður kynnt auk hugmynda þróunaraðila um uppbyggingu á svæðinu.
Akureyrarbær hvetur alla íbúa til þess að mæta.
Nánar um viðburðinn hér.

TENGDAR FRÉTTIR:

VG

UMMÆLI

Sambíó