NTC

Kynna snjóskauta í Kína og Suður Kóreu

Akureyringarnir Ingi Freyr Sveinbjörnsson, Ísak Andri Bjarnason og Katrín Karítas Viðarsdóttir eru stödd í Asíu um þessar mundir að kynna snjóskauta fyrri hönd fyrirtækisins Sled Dogs. Hópurinn hefur verið í Kína á 2 skíðasvæðum að sýna og kenna fólki á snjóskauta. Þau voru fengin til að sýna hvað sé hægt að gera á snjóskautum fyrir lengra komna.

Ingi Freyr hefur stundað snjókauta í þó nokkur ár og segir hann töluverðan mun á þeim og skíðum. „Það er mikill munur en ef þú kannt á skíði þá kanntu á þetta. Þetta er samt miklu líkara því að vera á línuskautum eða ísskautum, þetta eru í rauninni sömu hreyfingar. Maður er mikið frjálsari á þessu,“ segir Ingi Freyr. Að mati Sled Dogs er Ingi Freyr einn þeirra bestu í heimi að stökkva á snjóskautum.

Ingi Freyr hefur ferðast víða um heiminn og kynnt snjóskauta og er nú staddur í Asíu í þriðja skipti.

„Þetta er í þriðja skiptið sem ég fer til Asíu með Sled Dogs en fyrsta fyrir Ísak og Katrínu og er óhætt að segja að við skemmtum okkur mjög vel,“ segir Ingi Freyr í spjalli við Kaffið.

„Við erum 15 manna hópur og hefur hann aldrei verið betri. Þegar ég skrifa þetta erum við í rútu á leiðinni til Harbin Kína að skoða innanhússkíðasvæði og strax eftir það fljúgum við til Suður Kóreu þar sem snjóskautar eru orðnir frekar stórt sport og skilst mér að við eigum orðið aðdáðendahóp þar sem telur um 2000 manns sem við eigum erfitt með að trúa.“

Í Kóreu mun hópurinn kenna heimamönnum hvernig á að halda keppnir á snjóskautum en slík keppni verður haldin í Hlíðarfjalli 23.-25. mars næstkomandi á Iceland Winter Games. Ingi segir að planið sé að koma íþróttinni á hærra plan í Suður Kóreu þar sem mikill áhugi sé fyrir henni.

„Gaman er að segja frá því að þeir sem sigra keppnina í Hlíðarfjalli fá í verðlaun flugmiða til Asíu næsta vetur til að keppa þar. Fyrir áhugasama er hægt fylgjast með þessu ferðalagi á snapchat “blingitoy” og svo erum við líka með Instagram síðu undir nafninu Shred Dogs þar sem við munum setja inn myndir og videoklippur.“

Myndband úr ferðinni og myndasafn má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI