Benedikt Ó. Sveinsson læknir frá Víkingavatni afhenti á dögunum veglega gjöf til HSN á Húsavík. Benedikt sem var lengi vel sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvenlækningum hætti rekstri stofu sinnar í Reykjavík í lok síðasta árs. Hann ákvað að gefa öll þau tæki, búnað og tól sem tilheyrðu stofunni hans til HSN og munu þau leysa eldri tæki þar af hólmi.
Við afhendinguna sagði Ásgeir að það væri ómetanlegt fyrir stofnunina að eiga slíka hauka í horni, hvort sem það væru styrktarfélög, góðmenni út í bæ eða stórmenni úr Kelduhverfinu.
Benedikt sagði í samtali við RÚV að honum fyndist táknrænt að gera þetta svona og honum fyndist eðlilegt að þau fengju að njóta afrakstursins af hans 25 ára vinnu hans í ljósi tauganna sem hann bæri til staðarins. Honum finnst gott að geta rifið þetta upp og gert sjúkrahúsið nútímalegt. Tækin munu nýtast kvensjúkdómalækni sjúkrahússins en einnig þvagfæraskurðlækni og við mæðravernd.
UMMÆLI