NTC

Kvennalið Þórs heiðrað

Kvennalið Þórs heiðrað

Kvennalið Þórs í körfubolta sem heillað hefur fjöldann upp úr skónum undanfarna daga var kallað inn á gólfið í leikhléi í leik Þórs og Skallagríms í 1. deild karla á mánudaginn. 

Nói Björnsson, formaður Þórs, og Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi afhentu leikmönnum og stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs blóm sem virðingarvott fyrir þann frábæra árangur sem liðið náði með því að fara alla leið í úrslitaleik VÍS-bikarsins. Þá voru Daníel Andri Halldórsson þjálfari og Stefán Þór Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildarinnar, sæmdir bronsmerki félagsins.

Nánari umfjöllun og viðtöl má finna á vef Þórs.

Sambíó

UMMÆLI