Kvennalið Þórs í körfubolta sem endurvakið var fyrir þetta tímabil spilaði í kvöld sinn þriðja leik í 1. deildinni. Leiknum lauk með 60:86 sigri Þórsara en leikurinn var spilaður á Akranesi. Fyrr hafði liðið unnið sýna fyrstu tvo leiki og eru því eftir leikinn í kvöld með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Hrefna Ottósdóttir var stigahæst í liði Þórsara með 28 stig. Þar á eftir var Heiða Hlín Björnsdóttir með 17 stig og Eva Wium Elíasdóttir 12 stig. Þá var Rut Herner Konráðsdóttir með 25 framlagspunkta.
Í liði Aþenu var Tanja Ósk Brynjarsdóttir með 25 stig og 14 framlagspunkta, Ása Lind Wolfram með 12 stig og Elektra Mjöll Kubrzeniecka 10 stig.
Næsti leikur Þórsara er gegn Stjörnunni á heimavelli 24. október.
UMMÆLI