Vefsíðan Kvennabladid.is var í morgun auglýst til sölu. Í tilkynningu frá miðlinum kemur fram að í ljósi breyttra aðstæðna eigenda og rekstraraðila hafi verið ákveðið að setja miðilinn á sölu.
Kvennabladid.is hefur verið starfrækt sem vefmiðill frá því í október árið 2013 en Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur er ritstjóri.
Vefsíðan Sykur, er einnig til sölu og til greina kemur að selja vefina tvo í sitthvoru lagi.
„Kvennabladid.is er með dyggan lesendahóp 100.000 – 130.000 þúsund einstakra notenda í viku hverri miðað við rauntímamælingar. Stærsti lesendahópur Kvennabladid.is eru konur á aldrinum 35-64 ára,“ segir í tilkynningunni
UMMÆLI