Kvenfólk sýnt í Borgarleikhúsinu – Uppselt á fyrstu átta sýningarnar

Kvenfólk sýnt í Borgarleikhúsinu – Uppselt á fyrstu átta sýningarnar

Leiksýningin Kvenfólk sló í gegn í Samkomuhúsinu á Akureyri síðasta vetur og var meðal annars tilnefnd til þrennra grímuverðlauna.

Verkið er eftir dúettinn Hund í óskilum, með þeim Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Það verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í Reykjavík þann 22. nóvember næstkomandi en uppselt er á fyrstu átta sýningarnar nú þegar.

Sjá einnig: Kvenfólk tilnefnt til þrennra Grímuverðlauna

Hundur í óskilum er verðlaunaður dúett og leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir sýningarnar Saga þjóðar, sem hlaut Grímuverðlaun 2012, og Öldin okkar sem einnig var sýnd í Samkomuhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó