Kveiktu í Valsárskóla á SvalbarðsströndVals­ár­skóli. Ljós­mynd/​Sval­b­arðsstranda­hrepp­ur.

Kveiktu í Valsárskóla á Svalbarðsströnd

Eld­ur kom upp í Vals­ár­skóla á Sval­b­arðsströnd um sjö leytið í gærkvöld. Mbl.is greindi frá þessu í gær en skv. varðstjóra lögreglunnar á Norðurlandi eystra er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Gerendur kveiktu eld í geymslu á annarri hæð skólans en lukkulega fór brunavarnakerfið fljótlega í gang.

Eld­ur­inn var minni hátt­ar og hafði tek­ist að slökkva hann áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. Talið er að ekki hafi orðið mikið tjón þótt eitt­hvað kunni að vera um reyk­skemmd­ir. Verið er að út­kljá málið við gerend­ur, en þarna var á ferðinni ungviði úr byggðinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó