Jólin nálgast óðum en nú er innan við mánuður þar til stór hluti landsmanna fagnar fæðingu frelsarans með pompi og pragt.
Á morgun, laugardaginn 26.nóvember, verður boðið upp á veglega dagskrá á Ráðhústorgi þar sem hápunktinum verður náð þegar ljósin verða tendruð á glæsilegu jólatréi sem búið er að koma fyrir í hjarta miðbæjarins.
Jólatréið er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku og mun Mette Kjuel Nielsen, sendiherra Danmerkur á Íslandi afhenda tréið til Akureyringa en dagskráin hefst klukkan 16:00.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, mun flytja ávarp og meðlimir Lúðrasveitar Akureyrar spila jólalög undir stjórn hins skelegga Gert-Ott-Kuldpärg.
UMMÆLI