NTC

Kveðjuathöfn á Covid-deild Sak þegar síðasti Covid sjúklingurinn var útskrifaður í morgun

Kveðjuathöfn á Covid-deild Sak þegar síðasti Covid sjúklingurinn var útskrifaður í morgun

Síðasti Covid-sjúklingurinn var útskrifaður af Covid-deildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í morgun.

Sjá einnig: Engin virk smit vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra

„Að þessu tilefni tók samhæfingarstjóri að sér að leikstýra kveðjuathöfn út af deildinni og þakkar um leið öllu því frábæra starfsfólki sem komið hefur að uppsetningu og rekstri deildarinnar. Gleðilegt sumar!“ segir á Facebook-síðu Sjúkrahússins á Akureyri. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Covid-legu- og göngudeildir verða þó starfræktar áfram með grunnmönnun á bakvöktum að minnsta kosti til 18. maí. Ekkert virkt Covid smit er nú á Norðurlandi eystra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó